
Kæru kylfingar
Gleðilegt ár og takk fyrir frábærar móttökur frá því að við opnuðum í Október.
Við höfum gengið í gegnum skrítna tíma en með hjálp ykkar hefur það tekist að halda Golfsvítunni gangandi. Við höldum áfram að biðja ykkur um að passa upp á sóttvarnir og nota sprittklúta og handspritt til að hindra möguleg smit. Notum grímur ef það á við.
Við opnum nú aftur fyrir bókanir gegnum netið og hlökkum til að sjá ykkur sem flest í vetur.
Kærar kveðjur,
Golfsvítan

Bóka golfhermi

Spilaðu golf við bestu aðstæður í þinni eigin svítu
